Fréttir

Hvassviðri

Foreldrar athugið að mjög hvasst er í Giljahverfi þessa stundina.Við vörum við því að börn gangi í skólann, sérstaklega þau yngstu.Gætið einnig vel að því að útihurðir og bílhurðir geta fokið upp og verið mjög varasamar.
Lesa meira

Bæjarferð 1. bekkinga

Á þriðjudaginn fór helmingurinn af 1.bekk í bæjarferð með leikskólanum Kiðagili.Krakkarnir eru í sameiginlegu verkefni með leikskólunum Kiðagili og Tröllaborgum um bæinn okkar Akureyri.
Lesa meira

Skáknámskeið

Skáknámskeið verður haldið fyrir nemendur í 3.- 10.bekk Giljaskóla þriðjudaginn 1.febrúar og fimmtudaginn 3.febrúar og hefst kl.15 báða dagana.Í framhaldinu verður efnt til skólaskákmóts og keppendur valdir til þátttöku í sveitakeppni grunnskóla á Akureyri.
Lesa meira

Bóndadagskaffi

Föstudaginn 21.janúar var strákum úr 8.bekk boðið til veislu í stofu 302.Það voru stelpur úr sama árgangi sem stóðu fyrir uppákomunni í tilefni bóndadagsins.Boðið var upp á snúða, möffins, skúffuköku og annað góðgæti ásamt köldum drykkjum til að skola niður með.
Lesa meira

Krógaból heimsækir sérdeild

Miðvikudaginn 19.janúar komu krakkar af leikskólanum Krógabóli í heimsókn til okkar í sérdeildina.Þau komu til að hitta vin sinn sem er með þeim á Krógabóli, en er hér í sérdeildinni  tvo daga í viku til að æfa sig að vera í Giljaskóla.
Lesa meira

Hafragrautur

Í Giljaskóla er nú framreiddur hafragrautur fyrir nemendur áður en skólatími hefst.  Ennfremur geta nemendur í unglingadeild fengið graut í fyrstu frímínútum á morgnana.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag - föstudaginn 7. janúar

Lögreglan á Akureyri segir ófærð mjög mikla í bænum.Lögreglumaður sem talað var við í morgun sagði að reynt væri að halda stærstu götum færum en erfiðlega hefði gengið að koma mönnum til vinnu hjá þeim.
Lesa meira

Um vetrarveður og skólahald

Þegar vetrarveður trufla umferð akandi og gangandi vegfarenda gildir sú regla að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla.Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er ekki aflýst nema í verstu veðrum.
Lesa meira

Gleðilegt ár!

Mánudaginn 3.janúar er starfsdagur kennara, verður Frístund lokuð til kl.12.30.Skólinn hefst svo aftur eftir jólaleyfi nemenda þriðjudaginn 4.janúar kl.8:00.
Lesa meira

Vinabekkir hittast

Vinabekkirnir 1., 6.og sérdeild komu saman í morgun.Krakkarnir spiluðu, léku sér saman og fengu svo kakó og borðuðu smákökur.Myndir hér.
Lesa meira