Fréttir

Starfamessa fimmtudaginn 13. mars í Háskólanum

Á morgun, fimmtudaginn 13. mars munu nemendur í 9. og 10. bekk fara á Starfamessu í Háskólanum.
Lesa meira

Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsusviðs- Rebekka Rós í 7. bekk

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.
Lesa meira

Bingó - Bingó

Bingó í Giljaskóla 3. mars kl. 17:00 ....
Lesa meira

Upphátt 2025- upplestrarkeppni hjá 7. bekk

Frábær undankeppni Upphátt fór fram á sal skólans 24. febrúar það voru 13 mjög frambærilegir lesarar sem tóku þátt og stóðu þau sig öll frábærlega. Það voru þau Kría Steinunn Hjaltadóttir og Grettir Georgsson sem báru sigur úr bítum og munu keppa í aðalkeppninni þann 18. mars. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og öllum öðrum nemendum í 7.bekk til hamingju með góðar framfarir.
Lesa meira

28. febrúar Dagur einstakra barna

28. febrúar- Glitraðu með einstökum börnum. Dagur sjáldgæfra sjúkdóma og heilkenna 2025. Á föstudaginn ætlum við að ,,glitra í Giljaskóla" í tengslum við dag einstakra barna.
Lesa meira

Þorrablót hjá 2. bekk.

Í dag var haldið þorrablót í 2. bekk. Nemendur komu með ýmsar kræsingar að heiman á þorrablótið.
Lesa meira

Skráning í nemendastýrð foreldraviðtöl

Sæl og blessuð Í dag mun opna fyrir skráningu í nemendastýrð foreldraviðtöl á Mentor (flísin foreldraviðtöl) og lokar fyrir skráningu 14. febrúar. Að gefnu tilefni, langar okkur að biðja ykkur að gefa foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum forgang í að skrá í dag og þeir sem eiga eitt barn geti þá byrjað að skráð á morgun. Með fyrirfram þökkum, Stjórnendur Giljaskóla
Lesa meira

Veðurviðvörum 6. feb.

Rauð veðurviðvörun skellur á hér á Akureyri kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16. Verst verður veðrið á Tröllaskaga (þar sem skólahaldi hefur verið aflýst) en áhrifa mun gæta hjá okkur á Akureyri. Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir, en skv. verklagsreglum okkar (sjá viðhengi) verða foreldrar að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans.
Lesa meira

Útivistardagur 29. janúar næstkomandi

Miðvikudaginn 29. janúar er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfj all. Ekki verður hefðbundin kennsla þennan dag, en utanskóla valgreinar verða þó kenndar eftir hádegið. Að þessu sinni er Skautahöllin ekki í boði. Nemendur í 1.-4. bekk mæta í skólann kl. 8:10 (rútur fara 9:45 og skóla lýkur um kl. 12:15 (rútur frá fj alli 11:45) Nemendur í 5. -7. bekk mæta í skólann kl. 8:30 (rúta fer 8:45) og skóla lýkur kl. 12:30 (rúta frá fj alli 12:00) Nemendur í 8.- 10. bekk mæta í skólann kl. 8:40 (rúta fer 9:00) og skóla lýkur kl: 12:40 (rúta frá fj alli 12:15).
Lesa meira

Ný tjáskiptatölva fyrir nemendur í sérdeild Giljaskóla

Nú vorum við að kaupa nýja tjáskiptatölvu fyrir nemendur í sérdeild. Tölvan er með augnstýribúnaði svo hægt er að þjálfa nemendur að svara með augunum.
Lesa meira